
Árið 1969 samdi David Bowie og tók upp lagið Conversation Piece. Lagið var gefið út á b-hlið smáskífunnar Prettiest Star árið 1970, eða um svipað leiti og ég var byrjaður að hlaupa á eftir bolta á Eiðsvellinum græna! Lagið vakti enga athygli og lá í gleymskunar dá þangað til DB tók það upp á nýjan leik 30 árum síðar og gaf það út á b-hlið smáskífu af Heathen. Ég læt báðar útgáfur fylgja með en þær eru mjög ólíkar. Það þarf að hlusta á lagið 2-3svar til að ná því en það er þess virði, alveg satt:-)
1970:
http://www.youtube.com/watch?v=GQHb9y6g22U
2000:
http://www.youtube.com/watch?v=TEqB9otr0SU&NR=1