11.12.07

Bráðum koma blessuð jólin...



... spilaði Sindri eins og engill á tónleikum í Grafarvogskirkju á föstudaginn. Hann var alveg ófeiminn við að koma fram og tilkynnti stoltur að hann hefði ekkert ruglast í nótunum.
Sindri er búinn að vera mjög ánægður í flautunni í vetur, en langar núna eftir áramót að byrja á píanói. Við vonum að hann komist að, og Sindri sjálfur æfir stíft "góða mamma", alla daga á píanóið.

Geimverur á öskudaginn



Snæfríður byrjaði í leiklist í vetur og hefur haft mjög gaman af því að mæta í það. Afraksturinn af starfinu var sýndur í austurbæjarbíói um daginn, hópurinn hennar lék leikrit um geimverur á öskudaginn. Við foreldrarnir vorum ægilega stolt yfir því að hún gæti munað allan þennan texta og leikið hann hátt og skýrt þannig að heyrðist um allt bíó. Best var að sjá hvernig leikgleðin geislaði af henni.

Frænkur



Það er gaman að vera búin að fá Rúnar bró og fjölskyldu heim frá Danmörku. Arnar Haukur og María Katrín gistu hérna um daginn, og hérna eru sætu frænkurnar saman uppí rúminu hennar Snæfríðar að reyna að sofna. Sólveigu fannst þetta mikið stuð, frábær leikur, en það hvarflaði ekki að henni að fara að sofa, í alvörunni? að sofna? í miðjum skemmtilegum leik? Skrítið hvað þessu fullorðna fólki dettur í hug.