
Sindri kom heim af fyrstu fótboltaæfingunni sinni með KA á Akureyri alveg ljómandi af stolti "Ég skoraði mark! " Flott hjá þér Sindri sagði ég. Spurði svo hvernig mark hann hefði skorað. "'Ég skoraði með rennitætlu! " Nú, já.... rennitætlu ..... einmitt sagði ég og klóraði mér í höfðinu.
Ég viðurkenni að ég er enginn sérfræðingur í fótbolta. En þótt ég treysti mér ekki til að útskýra flóknar reglur um rangstöðu, þá tel ég mig sæmilega vel að mér í fótboltahugtökum og slangri (þökk sé ævilangri þjálfun hjá pabba, Rúnari bróður og Einari mínum) .... en um rennitætlu hef ég barasta aldrei heyrt.
Eftir nánari spurningar og sýnikennslu í rennitætlu þá komst ég að því að drengurinn átti við það sem í mínum ungdómi var alltaf kallað skriðtækling, en má víst líka kalla rennitæklingu. Og Sindri er ekkert að láta hugtökin vefjast fyrir sér, það eru víst mörkin sem telja. Hvort sem þau eru skoruð með rennitætlu eða einhverju öðru.
Myndin sýnir svo æsispennandi vítaspyrnukeppni Sindra og afa Gunnars í Hrísey fyrir viku síðan.
No comments:
Post a Comment