Þegar við komum til Akureyrar þá sáum við að gamla herbergið mitt í Mánahlíðinni rúmaði ekki almennilega 5 manna fjölskyldu ásamt öllu sem henni fylgir. Því var ákveðið að kaupa koju svo hægt væri að stafla fjölskyldumeðlimum upp. Að skrúfa saman ferlíkið var heilmikið verk, en verra var að það vantaði 2 skrúfur. Einar skaust út í BYKO að bjarga málinu og Snæfríður og Sindri fóru með.
Þegar hersingin kom til baka þá voru krakkarnir aldeilis himinlifandi yfir góðum viðskiptum. Í BYKO var nefnilega opnunarhátið. Einar borgaði nokkrar krónur fyrir skrúfurnar tvær, en krakkarnir komu heim með frisbídiska, drykki, blöðrur og skafmiða, þar sem hægt var að vinna gasgrill, hjól, tjöld og margt fleira.
Þegar ég þurfti að skreppa í BYKO aftur nokkrum dögum seinna, þá hoppuðu við hlið mér tvö syngjandi glöð börn. Á meðan ég borgaði við kassann náðu þau í skafmiðana 3 sem okkur voru ætlaðir. Skófu fyrst af sínum miðum - enginn vinningur. Fannst ég eitthvað áhugalaus um þetta og skófu því líka af mínum miða. "Mamma, þú vannst 50 loftljós!!!" hrópaði Snæfríður upp. Shit, hugsaði ég. Hvað í ósköpunum á ég að gera við 50 loftljós??? Sem betur fer kom í ljós að ég hafði bara unnið 1 af þessum 50 loftljósum. Hjúkk!! En samt vantaði mig alls ekki loftljós.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment