Kenning mömmu minnar um þjóðfélagsumræður á Íslandi, ætlar að reynast sönn. Einu sinni enn. Kenningin er nokkurnveginn svona: "Í byrjun rís umræðan hátt og stór orð falla, en fljótlega lognast hún út af í langdregnum þrætum um íslenskt mál".
Í gegn um árin höfum við séð ótal staðfestingar á þessari kenningu móður minnar. Gott og nýlegt dæmi er umræðan um hjónaband samkynhneigðra sem fór hátt fyrir nokkru.
Stór orð féllu um mannréttindi, trúarbrögð, synd og syndleysi, umburðarlyndi og eðli. En fljótlega fór umræðan að snúast um orðanotkun: að sama hvað öllum mannréttindum eða prinsippum líði, þá bara gangi alls ekki að nota orðið hjónaband bæði um samband konu og karls og líka um samband tveggja einstaklinga af sama kyni.
Umræðan veltist fram og aftur um þetta nýja sjónarhorn og svo endaði hún með því að ýmsir snjallir nýyrðasmiðir komu fram með tillögur að nýrri orðnotkun. Málið hefur ekki fengið nokkra einustu umfjöllun síðan þá.
Fyrir viku síðan var framið valdarán í ráðhúsinu og það varð allt vitlaust. Fólk hafði hátt og tók sér stór hugtök í munn; lýðræði, valdagræðgi, hagsmunir borgarbúa, spilling, svik, óheilindi osfrv. Öldurnar lægði fljótt og núna snúast áhugaverðustu umræðurnar um orðanotkun borgarstjóra.
Hvort var nú réttara af honum að segjast vera "niðurdreginn" eða "geðveikur"? Átti hann kannski helst að segja þunglyndur? Hvort átti hann að ræða um "heilsufarslegan mótbyr" eða segjast hafa farið í þunglyndismeðferð? Ætli það hafi verið skrifað vottorð upp á "andlegt mótlæti"?
Já, þegar stórt er spurt..... og þegar við bætast heitar umræður um það hvort spaugstofan sé fyndin eða ekki - þá hefur barasta enginn áhuga á umræðum um lýðræði eða pólitísk vinnubrögð. Ég bíð núna eftir að nýyrðasmiðirnir finni einhvern flöt á umræðunni, og þá erum við laus við þetta mál.
Hér er reyndar skemmtilegt blogg um orðanotkun borgarstjóra, skrifað af konu með reynslu.
30.1.08
27.1.08
Ekki meir
Ólafur Eff er örugglega ágætis kall, og það er örugglega rétt hjá honum að hann sé ekki fyrirgreiðslupólitíkus eða viðriðinn alls konar spillingarmál og einkavinavæðingu. Það eru auðvitað góðar fréttir og gott mál.
Sjálfstæðismenn eiga örugglega eftir að vera duglegir í borginni og koma ýmsum málum áleiðis eins og gengur. Þeir eiga eftir að vinna að alls konar góðum og þörfum málum og það er gott. Það sem ég hef meiri áhyggjur af, það eru vinnubrögðin og baktjaldamakkið og blekkingarnar. Það er alls ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir.
Það er eitthvað kunnuglegt við vinnubrögðin: Í REI málinu var Villi að makka eitthvað með nokkrum góðvinum, enginn tími til að kanna málin til hlítar, "bara kíla á þetta strákar, drífum í þessu". Allt leynilegt. Enginn fékk að vita neitt, það átti bara að ganga frá öllu fljótt og vel og úthluta ríflegum bittlingum. Meiraðsegja sexmenningarnir, samherjar hans Villa fengu ekkert að vita og ekkert um málið að segja, áttu bara að kyngja.
Og svo hrundi þetta allt yfir hann. Gríðarleg reiði almennings, vantraust og reiði samherja, blekkingar, svik og lygar og gamli góði Villi bara "gleymdi" að lesa minnismiða. Reyndi að ljúga sig út úr vandræðunum, en endaði með að játa á sig mistök og biðjast afsökunar.
Það er óhugnalegt hvernig ferlið endurtekur sig nákvæmlega við myndun nýja borgarstjórnarmeirihlutans. Sami hraðinn, jafnmikið leynimakk, örfáir einkavinir, og núna neyðast sexmenningarnir til að kyngja. Núna "gleymdist" að tékka grundvallaratriði eins og bakland Ólafs, hvort hann hafi einhvern stuðning. Og aftur rís upp reiðialda meðal almennings, við erum búin að fá nóg af svona vinnubrögðum! Svona viljum við ekki láta stjórna borginni! Ekki meira svona!!!
Og núna væla sjálfstæðismenn eins og þeir geta um það hversu vondir allir eru við Ólaf Eff. Ofsóknir vinstri manna á geðheilsu borgarstjóra. Bíddu voru það ekki þeir sjálfir sem rifu hann út í hringiðuna nýkominn úr veikindaleyfi? Voru það ekki þeir sjálfir sem lugu að honum og buðu honum gull og græna skóga og plötuðu hann til samstarfs? Var það fallega gert?
Og almenningi kemur jú alveg við af hvaða toga veikindi borgarstjóra eru. Það skiptir víst einhverju máli hvers konar andleg veikindi hann á við að stríða. Við þurfum engin smáatriði, við þurfum bara að vita um hvað er að ræða. Hreinskilið svar. T.d. yrði ég ekki hrifin af því að hafa borgastjóra með geðklofa, sem heyrir raddir, er fullur af ranghugmyndum og ofsóknarbrjálæði. Borgarmálin eru nógu klikkuð fyrir. Eða borgarstjóra sem væri manio-depressive, og myndi í maníu ætla að sigra heiminn með borgarsjóð að vopni. Nei, geðræn vandamál eru misalvarleg og ekki hægt að setja þau öll undir sama hatt.
En eftir því sem Ólafur Eff gefur í skyn í blöðum í dag, þá er hann búinn að glíma við þunglyndi, eins og þúsundir annarra íslendinga hafa gert. Hann segir þetta samt ekki hreint út, gefur þetta bara í skyn. Og það eru ótal dæmi um farsæla þunglynda stjórnendur, engin ástæða til að óttast það neitt sérstaklega ef fólk sækir viðeigandi meðferð. Ég held að ef hann hefði komið þessu hreinskilnislega frá sér strax í upphafi, þá hefði hann uppskorið mun meiri skilning, traust og stuðning, og spaugstofunni hefði ekki þótt fyndið að sýna hann sem rúmliggjandi "kúkú" geðsjúkling. Nema það sé ekki öll sagan sögð. Ég held að borgarstjórn þurfi núna að vinna fyrir trausti almennings.
Og traustið verður ekki unnið með því að lækka fasteignaskatta um 100 milljónir fyrir hádegi og drífa svo í því eftir hádegi að eyða 500 milljónum í einhverja ónýta kofa á laugaveginum. Samtals eru þetta 600 milljónir sem borgarsjóður verður af, 100 milljónir koma borgarbúum til góða, 500 milljónir koma heppnum fasteignabröskurum til góða. Og það besta er, samningurinn er leynilegur, það má enginn sjá hann ennþá. Þetta var afgreitt í miklum flýti fyrir luktum dyrum á fámennum fundi góðra vina á kostnað skattborgara. Ólafur Eff, Villi og fasteignabraskarar. Sexmenningarnir líta undan. Kunnugleg vinnubrögð sem við erum búin að fá algjörlega nóg af!
Sjálfstæðismenn eiga örugglega eftir að vera duglegir í borginni og koma ýmsum málum áleiðis eins og gengur. Þeir eiga eftir að vinna að alls konar góðum og þörfum málum og það er gott. Það sem ég hef meiri áhyggjur af, það eru vinnubrögðin og baktjaldamakkið og blekkingarnar. Það er alls ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir.
Það er eitthvað kunnuglegt við vinnubrögðin: Í REI málinu var Villi að makka eitthvað með nokkrum góðvinum, enginn tími til að kanna málin til hlítar, "bara kíla á þetta strákar, drífum í þessu". Allt leynilegt. Enginn fékk að vita neitt, það átti bara að ganga frá öllu fljótt og vel og úthluta ríflegum bittlingum. Meiraðsegja sexmenningarnir, samherjar hans Villa fengu ekkert að vita og ekkert um málið að segja, áttu bara að kyngja.
Og svo hrundi þetta allt yfir hann. Gríðarleg reiði almennings, vantraust og reiði samherja, blekkingar, svik og lygar og gamli góði Villi bara "gleymdi" að lesa minnismiða. Reyndi að ljúga sig út úr vandræðunum, en endaði með að játa á sig mistök og biðjast afsökunar.
Það er óhugnalegt hvernig ferlið endurtekur sig nákvæmlega við myndun nýja borgarstjórnarmeirihlutans. Sami hraðinn, jafnmikið leynimakk, örfáir einkavinir, og núna neyðast sexmenningarnir til að kyngja. Núna "gleymdist" að tékka grundvallaratriði eins og bakland Ólafs, hvort hann hafi einhvern stuðning. Og aftur rís upp reiðialda meðal almennings, við erum búin að fá nóg af svona vinnubrögðum! Svona viljum við ekki láta stjórna borginni! Ekki meira svona!!!
Og núna væla sjálfstæðismenn eins og þeir geta um það hversu vondir allir eru við Ólaf Eff. Ofsóknir vinstri manna á geðheilsu borgarstjóra. Bíddu voru það ekki þeir sjálfir sem rifu hann út í hringiðuna nýkominn úr veikindaleyfi? Voru það ekki þeir sjálfir sem lugu að honum og buðu honum gull og græna skóga og plötuðu hann til samstarfs? Var það fallega gert?
Og almenningi kemur jú alveg við af hvaða toga veikindi borgarstjóra eru. Það skiptir víst einhverju máli hvers konar andleg veikindi hann á við að stríða. Við þurfum engin smáatriði, við þurfum bara að vita um hvað er að ræða. Hreinskilið svar. T.d. yrði ég ekki hrifin af því að hafa borgastjóra með geðklofa, sem heyrir raddir, er fullur af ranghugmyndum og ofsóknarbrjálæði. Borgarmálin eru nógu klikkuð fyrir. Eða borgarstjóra sem væri manio-depressive, og myndi í maníu ætla að sigra heiminn með borgarsjóð að vopni. Nei, geðræn vandamál eru misalvarleg og ekki hægt að setja þau öll undir sama hatt.
En eftir því sem Ólafur Eff gefur í skyn í blöðum í dag, þá er hann búinn að glíma við þunglyndi, eins og þúsundir annarra íslendinga hafa gert. Hann segir þetta samt ekki hreint út, gefur þetta bara í skyn. Og það eru ótal dæmi um farsæla þunglynda stjórnendur, engin ástæða til að óttast það neitt sérstaklega ef fólk sækir viðeigandi meðferð. Ég held að ef hann hefði komið þessu hreinskilnislega frá sér strax í upphafi, þá hefði hann uppskorið mun meiri skilning, traust og stuðning, og spaugstofunni hefði ekki þótt fyndið að sýna hann sem rúmliggjandi "kúkú" geðsjúkling. Nema það sé ekki öll sagan sögð. Ég held að borgarstjórn þurfi núna að vinna fyrir trausti almennings.
Og traustið verður ekki unnið með því að lækka fasteignaskatta um 100 milljónir fyrir hádegi og drífa svo í því eftir hádegi að eyða 500 milljónum í einhverja ónýta kofa á laugaveginum. Samtals eru þetta 600 milljónir sem borgarsjóður verður af, 100 milljónir koma borgarbúum til góða, 500 milljónir koma heppnum fasteignabröskurum til góða. Og það besta er, samningurinn er leynilegur, það má enginn sjá hann ennþá. Þetta var afgreitt í miklum flýti fyrir luktum dyrum á fámennum fundi góðra vina á kostnað skattborgara. Ólafur Eff, Villi og fasteignabraskarar. Sexmenningarnir líta undan. Kunnugleg vinnubrögð sem við erum búin að fá algjörlega nóg af!
15.1.08
Ruslið í Napolí
Mikilvægasta tekjulind mafíunnar í Napolí (kölluð Camorra) er auðvitað eiturlyfjasala. Næst á eftir kemur ruslið. Allt frá sorphirðunni, böggun og urðun að förgun iðnaðarúrgangs, - alls staðar er mafían og hirðir gróðann.
Mafían er búin að gera þetta áratugum saman. Þeir reka verksmiðjur sem bagga sorp, því meira sem þeir bagga því meira græðir mafían. Þeir bagga sorp sem væri hægt að endurvinna, þeir bagga sorp sem inniheldur hættuleg spilliefni og þeir bagga venjulegt heimilissorp. Ruslahaugarnir eru undir þeirra stjórn, vaktaðir af vopnuðum vörðum og heilbrigðiseftirlit í lágmarki.
Eiturefnin frá ruslahaugunum sígur niður í jarðveginn og niður í grunnvatnið. Á menguðustu svæðunum er jarðvegsmengunin 100.000 sinnum meiri en leyfileg mörk, tíðni krabbameina 4x hærri en landsmeðaltal, og líkur á vansköpun nýfæddra barna 83% hærri en landsmeðaltal.
Alls staðar í heiminum þurfa iðnfyrirtæki að borga fyrir förgun úrgangs. Mafían í Napolí tekur við greiðslum frá fyrirtækjum í norður ítalíu, greiðslur sem eiga að sjá til þess að úrganginum sé fargað á hættulausan hátt. En hvað gerir mafían? Þeir hirða peninginn og henda úrganginum í sjóinn eða urða hann.

Núna er svo komið að sorphaugar Napolí og nágrennis eru orðnir yfirfullir. Sorphirðumenn eru í verkfalli, götur Napolí fullar af rusli og hermenn reyna að hreinsa eitthvað til, því hætta er á að kólerufaraldur brjótist út.
Mafían stjórnar þeim örfáu ruslahaugum sem ekki eru nú þegar yfirfullir og hefur líka keypt upp það land sem var ætlað fyrir framtíðarsorphauga. Mafían hefur nú alla þræði í hendi sér, en íbúar Napolí eru orðnir langþreyttir á vandanum og heimta varanlega lausn. Evrópusambandið hótar að lögsækja ítölsk stjórnvöld ef þau leysa ekki málið, en varanleg lausn næst aðeins með uppgjöri við mafíuna. Það er skerí.
Mafían er búin að gera þetta áratugum saman. Þeir reka verksmiðjur sem bagga sorp, því meira sem þeir bagga því meira græðir mafían. Þeir bagga sorp sem væri hægt að endurvinna, þeir bagga sorp sem inniheldur hættuleg spilliefni og þeir bagga venjulegt heimilissorp. Ruslahaugarnir eru undir þeirra stjórn, vaktaðir af vopnuðum vörðum og heilbrigðiseftirlit í lágmarki.
Eiturefnin frá ruslahaugunum sígur niður í jarðveginn og niður í grunnvatnið. Á menguðustu svæðunum er jarðvegsmengunin 100.000 sinnum meiri en leyfileg mörk, tíðni krabbameina 4x hærri en landsmeðaltal, og líkur á vansköpun nýfæddra barna 83% hærri en landsmeðaltal.
Alls staðar í heiminum þurfa iðnfyrirtæki að borga fyrir förgun úrgangs. Mafían í Napolí tekur við greiðslum frá fyrirtækjum í norður ítalíu, greiðslur sem eiga að sjá til þess að úrganginum sé fargað á hættulausan hátt. En hvað gerir mafían? Þeir hirða peninginn og henda úrganginum í sjóinn eða urða hann.

Núna er svo komið að sorphaugar Napolí og nágrennis eru orðnir yfirfullir. Sorphirðumenn eru í verkfalli, götur Napolí fullar af rusli og hermenn reyna að hreinsa eitthvað til, því hætta er á að kólerufaraldur brjótist út.
Mafían stjórnar þeim örfáu ruslahaugum sem ekki eru nú þegar yfirfullir og hefur líka keypt upp það land sem var ætlað fyrir framtíðarsorphauga. Mafían hefur nú alla þræði í hendi sér, en íbúar Napolí eru orðnir langþreyttir á vandanum og heimta varanlega lausn. Evrópusambandið hótar að lögsækja ítölsk stjórnvöld ef þau leysa ekki málið, en varanleg lausn næst aðeins með uppgjöri við mafíuna. Það er skerí.
Subscribe to:
Posts (Atom)