8.2.08

Litla systir



Bæði Snæfríður og Sindri dekra litlu systur sína daginn út og inn. Hún fær alltaf að leika með þeim við vini þeirra, henni sjálfri finnst það mjög sanngjarnt - hún lítur á sig sem jafnaldra þeirra allra. Hún fær að dansa og leika í Bratz með stóru stelpunum, leika í bíló með strákunum, og svo eru þau óþreytandi í að leika við hana alls konar smábarnaleiki, eltingaleiki, feluleiki, dúkkuleiki, púsla, kubba og hvaðeina. Hápunkturinn var um daginn þegar Sólveig fékk að fara með þeim út að renna sér á snjóþotu.



Við foreldrarnir þurfum að hafa okkur öll við svo við lendum ekki of neðarlega á vinsældarlistanum hjá þeirri stuttu.

1 comment:

Anonymous said...

Hæhæ Hvað hún Sólveig er heppin að eiga svona góð systkini. Frábært. Kveðja Sóley