
Sindri með Friðriki lækni.

Fyrsti dagurinn eftir aðgerðina var erfiður, Sindri vaknaði illa úr svæfingunni, var með mikla verki og fékk mikið af verkjalyfjum, þurfti súrefni og ældi svo frameftir kvöldi.

Svo vaknaði hann eldhress daginn eftir, kom heim um hádegi og hefur síðan þá verið sprækur sem lækur. Við tökum því samt rólega hérna heima, hann hefur ekkert farið í skólann og má ekkert fara í íþróttir næstu vikur. Allt til að auka líkurnar á að þetta grói vel og vandlega.
No comments:
Post a Comment