15.3.08

Systkinakærleikur

Snæfríður er búin að dekra við bróður sinn síðustu daga, og þau eru búin að vera svoooo góð saman. Alveg frá því hún skreið uppí til hans á spítalanum, knúsaði hann og hjálpaði til við að setja saman pleimóið, alveg fram á daginn í dag þegar þau sitja saman uppi í sófa í góða veðrinu og horfa á vídeó.

Sindri telur niður klukkutímana á daginn þangað til Snæfríður kemur heim úr skólanum. Og hún á alltaf smá tíma til að sinna litla bróður sínum og leika við hann, þótt hún komi heim með fullt af vinum. Algjör sælutími.

2 comments:

Unknown said...

Gott að heyra að Sindri karlinn braggast vel og að hann skuli eiga svona stóra og góða systur (ég vissi það nú reyndar ;o) Gleðilega páska öll! Kolbrúna í USA

Anonymous said...

Falleg mynd...

Kvedjur fra Strasbourg