Munið þið eftir því þegar stóru gosflöskurnar komu fyrst? Stóru einslítra glerflöskurnar? Maður var bara alveg gáttaður, vóó, ótrúlega mikið af gosi. Fram að því höfðu stærstu gosdraumar manns rúmast í einni lítilli kók eða appelsín - drukkið í gegn um gosblautt lakkrísrör - mmmmmm.... Og ég man eftir því þegar pabbi kom fyrst heim með stórar gosflöskur, eina stóra kók og eina stóra appelsín. Okkur krökkunum fannst við svoleiðis veltast um í vellystingum. Ég held samt að þessi gosskammtur hafi dugað fimm manna fjölskyldu bæði yfir jól og áramót.
Núna þarf meira til að ganga fram af manni heldur en tveir lítrar af gosi. Allt er orðið stærra. Súkkulaðistykkin eru orðin stærri. Ef maður kaupir sér prins póló fær maður XXL Prins póló, nema maður biðji sérstaklega um lítið. Mars og snickers hafa líka stækkað, lakkrísdraumur og rís súkkulaði í upprunalegri stærð er bara eins og fyrir dverga, og þristurinn- hann hefur allavega tvöfaldast í stærð. Við höfðum nóg, en núna höfum við allt of mikið. Við vorum vel nærð, núna erum við ofalin. Ameríski draumurinn. Stórfyrirtækin græða á tá og fingri, en offeitur og vansæll almúginn heldur áfram að kaupa og kaupa.
Munið þið eftir myndinni þar sem gaurinn át frá sér heilsuna á McDonalds. Alltaf þegar hann var spurður hvort hann vildi fá supersize skammt þurfti hann að þiggja það - og klára matinn sinn. Þannig erum við. Ef okkur er boðin stækkun þá þiggjum við hana, jafnvel þótt við séum ekkert svöng, jafvel þótt við séum offitusjúklingar. Í Straumsvík er álver. Má bjóða ykkur þrefaldan skammt? Já, takk. Jafnvel þótt engan vanti vinnu? Já, takk! Jafnvel þótt stóriðjuframkvæmdirnar séu að hrekja hátækniiðnaðinn úr landi? Já, takk! Jafnvel þótt afborganir af húsnæðislánunum okkar hækki? Já takk!!! Jafnvel þótt loftmengun aukist? Já, takk, takk, takk!!!
Eini munurinn er að á McDonalds getur maður afþakkað risamáltíðina og keypt sér lítinn borgara ef maður vill. Í Hafnarfirði er fólki hótað að ef það éti ekki allan skammtinn sinn af risaborgara, risafrönskum og risakóki, þá verði sjoppunni bara lokað og enginn fái nokkurn tímann aftur að éta.
25.3.07
23.3.07
20.3.07
Kjúklingabauna pottréttur

Hráefni:
2,5 dl kjúklingabaunir
400 g kjúklingur
1 laukur
1 rauðlaukur
4 stk hvítlauksrif
3 gulrætur
3 kartöflur í litlum bitum
1,5 dl apríkósur
1 dós hakkaðir tómatar
1,5 dl eplasafi
1 msk hnetusmjör
1 kjúklingateningur og vatn
Kryddað eftir smekk með cummin, engifer, salt og pipar
Aðferð:
1. Baunirnar lagðar í bleyti yfir nótt. Svo soðnar í um 1 klst.
2. Steikja lauk, hvítlauk, gulrætur og kjúkling í olíu
3. Bæta kartöflum, apríkósum, tómötum, hnetusmjöri, eplasafa, tómötum og kjúklingasoði útí. Krydda eftir smekk og láta sjóða í 20 mín.
4. Baununum blandað útí og látið sjóða í 5-10 mín.
5. Borið fram með hýðishrísgrjónum, salati og brauði.
ATH: Pabbi, þetta verður ekki í matinn á föstudaginn ;-)
16.3.07
Nýtt leikrit: "Ungbarnaeftirlitið"
Leiksviðið: Stórt, hlýlegt og vel búið herbergi á heilsugæslustöð. Stór rugguhestur á miðju gólfi, barnaleikföng í einu horni og barnamyndir á veggjum. Úti í einu horninu er skrifborð með tölvu og þar situr hvítklæddur hjúkrunarfræðingur. Við hliðina á skrifborðinu er barnavigt og skiptiborð með áföstu málbandi.
1. Þáttur
Móðir: Kemur inn í stofuna með barn á handleggnum.
Hjúkrunarfræðingur: "Hvernig gengur?"
Móðir: "Vel"
Hjúkrunarfræðingur: Flettir upp í tölvunni og skrifar eitthvað inn.
Móðir: Sest í stól
Barn: Stendur hjá móður sinni og gengur óstyrkum skrefum í átt að rugguhestinum
2. Þáttur
Barn: Hefur tekist að ganga að rugguhestinum og stendur nú þar og ruggar hestinum fram og til baka og skríkir hátt.
Hjúkrunarfræðingur: "Er hún farin að geta setið óstudd úti á gólfi einhverja stund".
Móðir: Hikar aðeins.... "Já, já. Hún er að byrja að labba".
Hjúkrunarfræðingur: Merkir við í tölvunni. "Er hún farin að skríða eitthvað um? "
Móðir: "Ha? jújú, fyrir löngu.
Barn: Byrjað að klifra upp á rugguhestinn og hefur tekist að koma öðrum fætinum upp á hann.
Hjúkrunarfræðingur: Merkir við í tölvunni. "Getur hún togað sig upp í standandi stöðu?"
Móðir: Örlítið pirruð. "Já"
Hjúkrunarfræðingur: Enn niðursokkin í tölvuna. "Og er hún byrjuð að taka einhver skref, ganga meðfram? "
Móðir: Lítur á barn sitt sem hefur tekist að klifra upp á rugguhestinn og ruggar sér nú þar. Lítur á hjúkrunarfræðinginn sem enn fylgist spennt með spurningalistanum í tölvunni. "Já".
1. Þáttur
Móðir: Kemur inn í stofuna með barn á handleggnum.
Hjúkrunarfræðingur: "Hvernig gengur?"
Móðir: "Vel"
Hjúkrunarfræðingur: Flettir upp í tölvunni og skrifar eitthvað inn.
Móðir: Sest í stól
Barn: Stendur hjá móður sinni og gengur óstyrkum skrefum í átt að rugguhestinum
2. Þáttur
Barn: Hefur tekist að ganga að rugguhestinum og stendur nú þar og ruggar hestinum fram og til baka og skríkir hátt.
Hjúkrunarfræðingur: "Er hún farin að geta setið óstudd úti á gólfi einhverja stund".
Móðir: Hikar aðeins.... "Já, já. Hún er að byrja að labba".
Hjúkrunarfræðingur: Merkir við í tölvunni. "Er hún farin að skríða eitthvað um? "
Móðir: "Ha? jújú, fyrir löngu.
Barn: Byrjað að klifra upp á rugguhestinn og hefur tekist að koma öðrum fætinum upp á hann.
Hjúkrunarfræðingur: Merkir við í tölvunni. "Getur hún togað sig upp í standandi stöðu?"
Móðir: Örlítið pirruð. "Já"
Hjúkrunarfræðingur: Enn niðursokkin í tölvuna. "Og er hún byrjuð að taka einhver skref, ganga meðfram? "
Móðir: Lítur á barn sitt sem hefur tekist að klifra upp á rugguhestinn og ruggar sér nú þar. Lítur á hjúkrunarfræðinginn sem enn fylgist spennt með spurningalistanum í tölvunni. "Já".
5.3.07
Kodak moment
.... en engin mynd
Sólveig litla, duglega og varkára, var í svaka stuði í gærkvöldi og lék helstu listir sýnar fyrir áhugasama áhorfendur úr fjölskyldunni. Lokasirkusatriðið hennar átti að vera sýning á því hversu dugleg hún er að standa óstudd úti á miðju gólfi, sem er kúnst sem hún er nýfarin að tileinka sér.
Augu allra beindust að henni. Mamma kom henni fyrir úti á miðju gólfi og sleppti henni. Rafmögnuð spenna í loftinu. Sólveig stóð óstudd í smá stund og allir byrjuðu að fagna og klappa. Í miðjum fagnaðarlátunum gerðist hið ótrúlega. Sólveig litla varkára, sem er rétt farin að þora að standa óstudd, gekk af stað. Fjögur hröð og örugg skref án nokkurs stuðnings, frá miðju gólfi og að næsta rúmi. Og þið getið ímyndað ykkur fagnaðarlætin. Já, sú kann að koma á óvart.
En enginn myndavél var við hendina.
Sólveig litla, duglega og varkára, var í svaka stuði í gærkvöldi og lék helstu listir sýnar fyrir áhugasama áhorfendur úr fjölskyldunni. Lokasirkusatriðið hennar átti að vera sýning á því hversu dugleg hún er að standa óstudd úti á miðju gólfi, sem er kúnst sem hún er nýfarin að tileinka sér.
Augu allra beindust að henni. Mamma kom henni fyrir úti á miðju gólfi og sleppti henni. Rafmögnuð spenna í loftinu. Sólveig stóð óstudd í smá stund og allir byrjuðu að fagna og klappa. Í miðjum fagnaðarlátunum gerðist hið ótrúlega. Sólveig litla varkára, sem er rétt farin að þora að standa óstudd, gekk af stað. Fjögur hröð og örugg skref án nokkurs stuðnings, frá miðju gólfi og að næsta rúmi. Og þið getið ímyndað ykkur fagnaðarlætin. Já, sú kann að koma á óvart.
En enginn myndavél var við hendina.
1.3.07
Dýragarðsferð

Hér á eyjunni Fuerteventura er ekki margt að sjá. Eyjan er í raun ekkert annað en endalaus eyðimörk og eyðimerkurfjöll. Ekki ósvipað hálendi Íslands - ef maður horfir með því auganu. Litlu fjallaorpin eru mjög lítil, bara 10 hús eða svo, og ekkert kaffihús eða veitingahús. Bara kofar. Strandbæirnir stækka hins vegar með hverjum deginum og verða sífellt glæsilegri. Bærinn sem við erum, Caleta de Fuste, var bara 10 húsa þorp fyrir örfáum árum og stækkar mjög hratt.
Á eyjunni leynist hins vegar frábær dýragarður. Inngangurinn er lítill og borulegur og erfitt að rata um litla og krókótta stíga garðsins. Enginn commercial hringferð í boði nei. En upplifunin er æði. Næstum eins og að vera komin í alvöru hitabeltisfrumskóg. Löbbum inn í risastórt búr og þræðum þröngan stíg á meðan skrautlegir hitabeltisfuglar fljúga frjálsir í kring um okkur.
Næst tekur við krókódílasýning, svo páfagaukasýning, svo hálftíma fjallaferð á úlfaldabaki, svo heimsókn auglitis til auglitis við gíraffana. Og fullt af fleiri dýrum. Gott og gaman að sjá hversu vel er búið að dýrunum í þessum garði.
Subscribe to:
Posts (Atom)