5.3.07

Kodak moment

.... en engin mynd

Sólveig litla, duglega og varkára, var í svaka stuði í gærkvöldi og lék helstu listir sýnar fyrir áhugasama áhorfendur úr fjölskyldunni. Lokasirkusatriðið hennar átti að vera sýning á því hversu dugleg hún er að standa óstudd úti á miðju gólfi, sem er kúnst sem hún er nýfarin að tileinka sér.

Augu allra beindust að henni. Mamma kom henni fyrir úti á miðju gólfi og sleppti henni. Rafmögnuð spenna í loftinu. Sólveig stóð óstudd í smá stund og allir byrjuðu að fagna og klappa. Í miðjum fagnaðarlátunum gerðist hið ótrúlega. Sólveig litla varkára, sem er rétt farin að þora að standa óstudd, gekk af stað. Fjögur hröð og örugg skref án nokkurs stuðnings, frá miðju gólfi og að næsta rúmi. Og þið getið ímyndað ykkur fagnaðarlætin. Já, sú kann að koma á óvart.

En enginn myndavél var við hendina.

2 comments:

Smooth Salvatore Bruno said...

Ég varð nú að smella einu kommenti. Það er svo leiðinlegt þegar enginn kommentar.
BTW: Til hamingju með að vera gengin út, bæði tvö.

Jóhanna said...

Ójá, alltaf gaman þegar einhver kvittar fyrir sig.
Kærar þakkir.