20.3.07

Kjúklingabauna pottréttur


Hráefni:
2,5 dl kjúklingabaunir
400 g kjúklingur
1 laukur
1 rauðlaukur
4 stk hvítlauksrif
3 gulrætur
3 kartöflur í litlum bitum
1,5 dl apríkósur
1 dós hakkaðir tómatar
1,5 dl eplasafi
1 msk hnetusmjör
1 kjúklingateningur og vatn
Kryddað eftir smekk með cummin, engifer, salt og pipar


Aðferð:
1. Baunirnar lagðar í bleyti yfir nótt. Svo soðnar í um 1 klst.
2. Steikja lauk, hvítlauk, gulrætur og kjúkling í olíu
3. Bæta kartöflum, apríkósum, tómötum, hnetusmjöri, eplasafa, tómötum og kjúklingasoði útí. Krydda eftir smekk og láta sjóða í 20 mín.
4. Baununum blandað útí og látið sjóða í 5-10 mín.
5. Borið fram með hýðishrísgrjónum, salati og brauði.

ATH: Pabbi, þetta verður ekki í matinn á föstudaginn ;-)

No comments: