Efsta myndin er af Sólveigu með Ronju sem er heimiliskötturinn á Grandavegi (Guðrún, Nonni og co) en hún var einmitt fengin í fóstur frá Torfastöðum. Myndin í miðjunni er af mömmu Ronju sem er reyndar aftur kettlingafull! Neðsta myndin er síðan af ömmu Ronju sem er, jú reyndar, einnig kettlingafull! Ef við létum undan þrýstingi krakkana og fengjum kettling frá ömmunni þá væri hann móðurbróðir/systir Ronju!
29.4.07
Þrír ættliðir
Efsta myndin er af Sólveigu með Ronju sem er heimiliskötturinn á Grandavegi (Guðrún, Nonni og co) en hún var einmitt fengin í fóstur frá Torfastöðum. Myndin í miðjunni er af mömmu Ronju sem er reyndar aftur kettlingafull! Neðsta myndin er síðan af ömmu Ronju sem er, jú reyndar, einnig kettlingafull! Ef við létum undan þrýstingi krakkana og fengjum kettling frá ömmunni þá væri hann móðurbróðir/systir Ronju!
Vor
Torfastaðir
28.04.2007
Leeds United féll í C deild í Englandi í fyrsta skipti í 88 ára sögu félagsins. Mikill grátur í Yorkshire á laugardag en þetta er vonandi endapúnkturinn á lélegri stjórnun félagsins. Leeds er félag sem getur risið hratt úr öskunni eins og fuglinn Fönix og spái ég því að liðið fari upp í úrvalsdeildina á tveimur árum. Góðar stundir!
24.4.07
Hvaða ar er þetta?
Árið er XXX og er mér minnistætt fyrir að Elvis Prestley lést, reyndar á afmælisdaginn minn! Minni athygli vakti að annar maður með sama afmælisdag og Elvis var á hátindi sköpunar. David Bowie aðstoðaði Igga Pop með Idiot og Lust For Life og gaf sjálfur út Low og Heroes, með aðstoð Brian Eno. Þessar plötur seldust ekki eins vel og fyrri plötur Bowie og sérstaklega var lítill veltuhraði á fyrrnefndu plötunni sem bar nafn með réttu!
Vinsælast á þessum tíma var Leo Sayer, Fleetwood Mac (ágætir), Linda Ronstadt, Bee Gees og Andy Gibb. Það er reyndar ósanngjarnt að gefa í skyn að ekkert merkilegt hafi verið gefið út á þessu ári því Sex Pistols gáfu Never Mind The Bollocks (pönkið að springa út), Stranglerar gáfu út No More Heroes og Talking Heads gáfu út smáskífuna Psycho Killer. Aftur að Bowie, þessar plötur eru í dag klassískar og hafa staðist tímans tönn. Heroes lagið er eitt besta popular music lag sögunnar eins og meðfylgjandi dæmi sýnir. Ég veit ekki hvort þetta verður leikið eftir, svei mér þá :-) Myndbandið er einfalt og elegant í stíl við lagið.
http://www.youtube.com/watch?v=1rrbbAauVhI&mode=related&search=
5 stig fyrir að vita það eftir fyrstu setningu
3 stig fyrir að vita það eftir fyrstu málsgrein
1 stig fyrir að vita það eftir aðra málsgrein
Verðlaun eru kaffi og með því í Brasserí Hrísrimi
Vinsælast á þessum tíma var Leo Sayer, Fleetwood Mac (ágætir), Linda Ronstadt, Bee Gees og Andy Gibb. Það er reyndar ósanngjarnt að gefa í skyn að ekkert merkilegt hafi verið gefið út á þessu ári því Sex Pistols gáfu Never Mind The Bollocks (pönkið að springa út), Stranglerar gáfu út No More Heroes og Talking Heads gáfu út smáskífuna Psycho Killer. Aftur að Bowie, þessar plötur eru í dag klassískar og hafa staðist tímans tönn. Heroes lagið er eitt besta popular music lag sögunnar eins og meðfylgjandi dæmi sýnir. Ég veit ekki hvort þetta verður leikið eftir, svei mér þá :-) Myndbandið er einfalt og elegant í stíl við lagið.
http://www.youtube.com/watch?v=1rrbbAauVhI&mode=related&search=
5 stig fyrir að vita það eftir fyrstu setningu
3 stig fyrir að vita það eftir fyrstu málsgrein
1 stig fyrir að vita það eftir aðra málsgrein
Verðlaun eru kaffi og með því í Brasserí Hrísrimi
Dauðans alvara
Þegar ég stóð í röð við kassann í Hagkaup um daginn dundaði ég mér við að skoða forsíður og fyrirsagnir á glanstímaritunum. Svona til að drepa tímann. Svona til að geta allavega þóst vera með á nótunum um hver sé með hverjum.
Eitt tímaritið auglýsti viðtal við stúlku sem var illa farin af anorexiu. Fyrirsögnin var hádramatísk og með stríðsletri, eitthvað í líkingu við "í klóm átröskunar" eða "nær dauða en lífi vengna lystarstols" eða jafnvel eitthvað enn dramatískara. Enda háalvarlegt umfjöllunarefni.
Undir dramatísku stríðsfyrirsögninni var hinsvegar mynd af gullfallegri stúlku sem beinlínis geislaði af heilbrigði og hamingju. Jú, hún var mjó, en alls ekki "bíaframjó". Bara svona fyrirsætumjó. Glansandi hár, en ekki matt og líflaust anorexíuhár. Geislandi bros út að eyrum en enginn brunninn tannglerungur vegna búlimíuuppkasta. Þetta með "nær dauða en lífi" varð einhvernveginn ekki neitt svaka hræðilegt með þessa fallegu og heilbrigðu og hamingjusömu stúlku í bakgrunninum. Smá svelti til að taka aukakílóin af varð ekkert rosa fráhrindandi tilhugsun, þarna við kassann í Hagkaup. Þökk sé fótósjopp.
Ég held að í hvert einasta sinn sem ég fer í klippingu þá les ég svona viðtal og öll eru þau myndskreytt og fótósjoppuð á sama hátt. Heilbrigði, hamingja og fegurð. Svo flettir maður á næstu blaðsíðu og þar er fjallað um nýjasta skyndimegrunarkúrinn fyrir sumarið. "Að komast í bikíníform á 3 vikum". Eða eitthvað álíka.
Myndir af mjóum fallegum og brosandi stelpum, selja tímarit.
Stríðsfyrirsagnir um hræðilega mannlega harmleiki, selja tímarit.
Þegar þetta tvennt fer saman, þá er von á virkilega góðri sölu.
Ég keypti ekki blaðið.
Eitt tímaritið auglýsti viðtal við stúlku sem var illa farin af anorexiu. Fyrirsögnin var hádramatísk og með stríðsletri, eitthvað í líkingu við "í klóm átröskunar" eða "nær dauða en lífi vengna lystarstols" eða jafnvel eitthvað enn dramatískara. Enda háalvarlegt umfjöllunarefni.
Undir dramatísku stríðsfyrirsögninni var hinsvegar mynd af gullfallegri stúlku sem beinlínis geislaði af heilbrigði og hamingju. Jú, hún var mjó, en alls ekki "bíaframjó". Bara svona fyrirsætumjó. Glansandi hár, en ekki matt og líflaust anorexíuhár. Geislandi bros út að eyrum en enginn brunninn tannglerungur vegna búlimíuuppkasta. Þetta með "nær dauða en lífi" varð einhvernveginn ekki neitt svaka hræðilegt með þessa fallegu og heilbrigðu og hamingjusömu stúlku í bakgrunninum. Smá svelti til að taka aukakílóin af varð ekkert rosa fráhrindandi tilhugsun, þarna við kassann í Hagkaup. Þökk sé fótósjopp.
Ég held að í hvert einasta sinn sem ég fer í klippingu þá les ég svona viðtal og öll eru þau myndskreytt og fótósjoppuð á sama hátt. Heilbrigði, hamingja og fegurð. Svo flettir maður á næstu blaðsíðu og þar er fjallað um nýjasta skyndimegrunarkúrinn fyrir sumarið. "Að komast í bikíníform á 3 vikum". Eða eitthvað álíka.
Myndir af mjóum fallegum og brosandi stelpum, selja tímarit.
Stríðsfyrirsagnir um hræðilega mannlega harmleiki, selja tímarit.
Þegar þetta tvennt fer saman, þá er von á virkilega góðri sölu.
Ég keypti ekki blaðið.
21.4.07
Mika
Snæfríður og Sindri hafa nú siglt framúr foreldrum sínum varðandi netið. Þau skauta á netinu og finna margt skemmtilegt og Youtube er vinsæll vettvangur í dag. Mika er í miklu uppáhaldi hjá krökkunum og spila þau Grace Kelly, Lollipop og Relax í gríð og erg. Mika er mjög skemmtilegur og hafa allir í fjölskyldunni gaman að honum. Hér fylgir með sýnishorn af tónleikaútgáfu af Relax
(http://www.youtube.com/watch?v=_UJIbZxQs0A)
(http://www.youtube.com/watch?v=_UJIbZxQs0A)
18.4.07
Hvað er í matinn?
Lengi vel gengu allir ungbarnaleikir Sólveigar út á það að hrista dót og naga dót. Svo fór hún að þroskast meira og byrjaði að lemja saman dóti og henda dóti í gólfið (datt?). Svo kom stigið þar sem hún ýtti öllu dóti á undan sér um gólfið.
Núna er "setja ofaní" tímabilið í hámarki. Allt dót þarf að fara ofaní eitthvað annað dót. Svo situr hún mjög verkfræðingsleg á svipinn og brasar við að koma ferköntuðum kubb ofan í hringlaga dollu. Gjarnan finn ég litla bíla eða kubba ofan í skónum mínum, það þarf líka að setja eitthvað ofaní þá.
Það er líka mjög vinsælt hjá Sólveigu að setja sjálfa sig inní eða ofan í eitthvað sem er stærra en hún. Hún treður sér ofan í körfu, hún sest inn í skáp og lokar á eftir sér, hún sest ofan á steikarpönnu.
Göngugarpur
Þagar Sólveig tók fyrstu skrefin sína 9 mánaða á Kanarí þá var ég handviss um að þau væru bara tilviljun, það myndi líða langur tími þar til hún færi að labba. "Hún Sólveig er nefnilega svo róleg og svo varkár, hún fer ekki að labba nærri því strax". Ég var jafn handviss um þetta daginn eftir, þótt hún tæki nokkur skref þann daginn líka. Og líka daginn þar á eftir.
En Sólveig rólega og varkára var bara að æfa sig í að labba á sinn rólega og varkára hátt. Hún tók sér góðan tíma í að æfa sig að taka örfá skref, svo æfði hún sig vel og vandlega í að labba aðeins fleiri skref. Og helst byrjaði hún á að líta í kring um sig og gá hvort það væri ekki örugglega einhver að horfa - það er nefnilega miklu skemmtilegra að labba ef það er klapplið.
Fljótlega breyttust skrefin örfáu og aðeins fleiri skref í smáspöl og rétt fyrir 10 mánaða afmælisdaginn sinn var hún farin að labba allra sinna ferða innanhúss. Voða montin með sig að sjálfsögðu.
Um páskana fékk hún að æfa sig að labba í húsinu hjá afa og ömmu á Akureyri, þar er nefnilega svo gaman að labba "hringinn".
Rökrétt næsta skref var svo að drífa sig í fjallgöngu. Árleg páskafjallganga fjölskyldunnar upp á Fálkafell fór sko ekki framhjá litla göngugarpinum.
15.4.07
1.4.07
Subscribe to:
Posts (Atom)