18.4.07

Hvað er í matinn?



Lengi vel gengu allir ungbarnaleikir Sólveigar út á það að hrista dót og naga dót. Svo fór hún að þroskast meira og byrjaði að lemja saman dóti og henda dóti í gólfið (datt?). Svo kom stigið þar sem hún ýtti öllu dóti á undan sér um gólfið.

Núna er "setja ofaní" tímabilið í hámarki. Allt dót þarf að fara ofaní eitthvað annað dót. Svo situr hún mjög verkfræðingsleg á svipinn og brasar við að koma ferköntuðum kubb ofan í hringlaga dollu. Gjarnan finn ég litla bíla eða kubba ofan í skónum mínum, það þarf líka að setja eitthvað ofaní þá.

Það er líka mjög vinsælt hjá Sólveigu að setja sjálfa sig inní eða ofan í eitthvað sem er stærra en hún. Hún treður sér ofan í körfu, hún sest inn í skáp og lokar á eftir sér, hún sest ofan á steikarpönnu.

3 comments:

Anonymous said...

Dugleg stelpa sem þið eigið!
Gaman að sjá myndir af ykkur öllum og hver veit nema að við verðum með í fjölskyldugöngunni á næsta ári.

Kv.
HB

Jóhanna said...

Já, þið eruð bókuð í næstu páskafjallgöngu. Báðar leiðir. Bæði upp og niður.

Anonymous said...

Arnar er auðvitað með nokkra reynslu í ættargöngum og getur skipulagt fyrir ykkur þjálfunarprógram fram að næstu páskum.