18.4.07

Göngugarpur


Þagar Sólveig tók fyrstu skrefin sína 9 mánaða á Kanarí þá var ég handviss um að þau væru bara tilviljun, það myndi líða langur tími þar til hún færi að labba. "Hún Sólveig er nefnilega svo róleg og svo varkár, hún fer ekki að labba nærri því strax". Ég var jafn handviss um þetta daginn eftir, þótt hún tæki nokkur skref þann daginn líka. Og líka daginn þar á eftir.

En Sólveig rólega og varkára var bara að æfa sig í að labba á sinn rólega og varkára hátt. Hún tók sér góðan tíma í að æfa sig að taka örfá skref, svo æfði hún sig vel og vandlega í að labba aðeins fleiri skref. Og helst byrjaði hún á að líta í kring um sig og gá hvort það væri ekki örugglega einhver að horfa - það er nefnilega miklu skemmtilegra að labba ef það er klapplið.

Fljótlega breyttust skrefin örfáu og aðeins fleiri skref í smáspöl og rétt fyrir 10 mánaða afmælisdaginn sinn var hún farin að labba allra sinna ferða innanhúss. Voða montin með sig að sjálfsögðu.

Um páskana fékk hún að æfa sig að labba í húsinu hjá afa og ömmu á Akureyri, þar er nefnilega svo gaman að labba "hringinn".

Rökrétt næsta skref var svo að drífa sig í fjallgöngu. Árleg páskafjallganga fjölskyldunnar upp á Fálkafell fór sko ekki framhjá litla göngugarpinum.


No comments: