19.11.07

Snæfríður 10 ára!

Nú er hún Snæfríður mín orðin 10 ára, yndisleg 10 ár hjá yndislegri stelpu :-)


Við byrjuðum á því að bjóða stelpunum í bekknum hennar í veislu á föstudaginn. Snæfríður bakaði súkkulaðikökuna alveg sjálf og eins og venjulega var hún búin að hanna kökuskreytingarþema, kökurnar voru 3 bleik hjörtu með silfurlitum sælgætiskúlum. Stílhreint og stílíserað, bleikt og glansandi :-) 10 ára bekkjarafmælið fór ótrúlega vel fram, stelpurnar rólegar og glaðar, bingó, stoppdans, morðingjaleikur, kaka og pizzuveisla.


Sólveig hefði ekki getað verið glaðari þótt hún hefði átt afmæli sjálf. Hún er sannfærð um að hún sé 10 ára eins og hinar stelpurnar og tók þátt í öllum leikjunum, hjálpaði til við að opna pakka og naut sín vel við matarborðið við kökuát og pizzuát.


Svo var haldin stórveisla fyrir fjölskyldu og vini, og eins og venjulega var þröng á þingi hérna hjá okkur. En mikið eigum við skemmtilega vini og fjölskyldu, það er alltaf jafn gaman þegar allur þessi hópur kemur saman. Frjósemin í hópnum er líka ótrúleg, í hverri veislu bætist nýtt barn í hópinn.

3 comments:

Grandavegur said...

Til hamingju með daginn frænka og takk fyrir okkur.
Guðrún

Anonymous said...

Hæhæ og innilega til hamingju með dömuna. Rosalega eigið þið fína stelpu. Bestu kveðjur til allra.

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Snæfríður. Hlakka til að hittast næst.