Snæfríður setti saman þessa sögu.
Aðgerðin hans Sindra
Einu sinni var strákur sem hét Sindri. Hann var að fara í aðgerð út af eyranu. Hann fór á mánudagsmorgni upp á spítalann, hann fór á skurðstofuna og þar átti að svæfa hann. Það átti að stinga nál í hann og læknirinn gerði það, en það virkaði ekki. Þá var stungið í hina hendina og það gekk heldur ekki, þá var stungið aftur í hina hendina og þá gekk það. En þá var Sindri orðinn hræddur og vildi ekki fara í aðgerðina en hann fór í hana.
Svo þegar hann vaknaði leið Sindra rosa illa og var að reyna að rífa umbúðirnar af og var svo illt og svo gat hann ekki sofnað. Svo fékk hann verkjalyf og þau virkuðu ekki, þá fékk hann meiri verkjalyf og meiri en það virkaði ekki og á endanum sofnaði hann.
Þegar hann vaknaði fékk hann súrmjólk en hann ældi því. Þá fékk hann brauð en hann ældi því og svo fór hann bara að horfa á mynd. Hann horfði á Mr. Bean og Starvos. Svo kom mamma hans og systur hans með gjöf á sjúkrahúsið, hann fékk blóm, pleimóeldhús og pleimókrakka sem er í hjólastól. Svo komu Guðrún, Signý og Óli. Þau komu líka með gjöf, hann fékk blóm, bíl og Tinna DVD mynd og sleikjóvönd. Hann var ánægður með þetta.
Svo fékk hann sér brauð með banana og hann ældi af því þannig að hann fékk frostpinna og þá leið honum betur. Svo fóru allir nema pabbi og þeir gistu þar.
Endir.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Glæsileg saga. Það hefur gengið á ýmsu.
Þetta er svakaleg frásögn hjá þér Snæfríður. Gott hvað þú ert búin að vera dugleg að hjúkra bróður þínum, þú ert greinilega með einhver góð hjúkrunargen frá Ömmu þinni.
Post a Comment