
.... ekki allt slæmt við þessi gróðurhúsaáhrif....
En, já, ég er byrjuð aftur að blogga, eftir stutt hlé. Mér sýndist að það væri hvortsemer enginn að lesa, aldrei neinn sem kommentar. En svo fóru mér að berast kvartanir yfir þessu bloggleysi og þá kom í ljós að það eru bara þónokkrir sem kíkja hingað inn. Það gleður mitt gamla hjarta :-)
En það gleður mitt gamla hjarta jafnvel enn meira ef þið, öðru hvoru, ýtið á þar sem stendur "comments" hér fyrir neðan, og er með mynd af blýanti við hliðina. Þar getið þið skrifað hæ eða eitthvað annað að eigin vali. Það er auðveldast fyrir ykkur að velja "other" valmöguleikann til að kvitta fyrir ykkur :-)
Svo er ég búin að setja skemmtilega linka hér við hliðina. Einn ef þú vilt bjarga umhverfinu, annan ef þú vilt bjarga hungruðum heimi. Þriðji linkurinn er fyrir þá sem vilja skoða dönsk sumarhús og sá fjórði fyrir þá sem vilja vita eitthvað um tónlist.
Góðar stundir