5.10.06

Jakkalakkar

Um daginn fóru Snæfríður og Sindri með mér niður í bæ og við gengum með Ómari. Þegar við keyrðum heim síðla kvölds sátu þau systkinin í rökkrinu í aftursætinu og rökræddu heimspekilega um stríð, frið, náttúruvernd og lýðræði. Þau kunnu öll svörin við vandamálum heimsins.

Snæfríður sagðist ætla að verða forsætisráðherra og ráða öllu landinu. Þá myndi hún sko hætta við þessa virkjun. Sindri bætti um betur og sagðist ætla að ráða yfir öllum heiminum og hætta við virkjun og stoppa öll stríð og fátækt og hungur. Svo kom löng þögn. Svo sagði hann. "Mamma þið verðið að kaupa handa mér jakkaföt". "Og líka bleika skyrtu með svörtum röndum". "Strákar mega alveg vera í bleiku, er það ekki? "

No comments: