
Jæja, þá er ballið byrjað. Sólveig er með hálsbólgu, eyrnabólgu og astma.
Hún náði sér í einhverja pest um miðja síðustu viku, en virtist ætla að láta sér batna af henni. En aðfararnótt sunnudags var hitinn aftur farinn að hækka og komin greinileg astmahljóð í hana, þannig að við drifum hana til læknis um morguninn. Hún brosti og hló framan í lækninn sem spurði forviða hvort barnið væri ekkert pirrað í þessum veikindum. "Jú, hún er kannski í aðeins minna sólskinsskapi en venjulega, játaði mamman". En reyndar átti sólskinsskapið eftir að minnka enn þegar leið á daginn, og astminn og eyrnabólgan urðu erfiðari og sárari. Henni fannst vissara í þessari stöðu að vera allan daginn í mömmufangi.
Auðvitað fékk hún lyf við þessu öllusaman sem eru farin að virka vel og hún er núna á góðum batavegi og sólskinsskapið hennar aftur á uppleið. Núna vonum við bara að þessi pest sé stök bára, ekki byrjunin á miklum öldugangi.
2 comments:
Já, við treystum á að SE sé ekki neinn pestargemsi - en ef svo er, já þá kanntu á svoleiðis.
Hjá mér eru allir (sérstaklega systkinin) að sulla í tei á morgnana núna. Kverkaskíturinn hefur þo ekki verið meiri en svo að hálsinn mýkist eftir te og ristað brauð og allir mæta í skólann. Við vonum að te muni halda áfram að duga gegn þessum krankleika.
Guðrún
Já, ég vona að Sólveig haldi sig á mottunni með þessar pestir. En ef hún verður með eitthvað vesen, þá fer ég að þínum ráðum og gef henni te og ristað brauð..... hohohoho...
Lóla
Post a Comment