21.4.07

Mika

Snæfríður og Sindri hafa nú siglt framúr foreldrum sínum varðandi netið. Þau skauta á netinu og finna margt skemmtilegt og Youtube er vinsæll vettvangur í dag. Mika er í miklu uppáhaldi hjá krökkunum og spila þau Grace Kelly, Lollipop og Relax í gríð og erg. Mika er mjög skemmtilegur og hafa allir í fjölskyldunni gaman að honum. Hér fylgir með sýnishorn af tónleikaútgáfu af Relax
(http://www.youtube.com/watch?v=_UJIbZxQs0A)

4 comments:

Anonymous said...

Já, Mika er nokkuð góður, enda er hann talinn líkur FM.
Þið þurfið nú samt líka að kenna þeim að hlusta á eitthvað eins og þetta http://www.youtube.com/watch?v=ntm1YfehK7U

Hér eru þeir svo saman á Live8
http://www.youtube.com/watch?v=0wtiNzci1Wc&mode=related&search=

Kv. N.

Einar said...

Ég frábið mér að aðrir foreldrar segi mér hvernig ég á að ala upp mín börn. Að ég kenni þeim að hlusta á einhverja gamla hippa spila graðhestatónlist er eins líklegt að ég banni þeim að halda með Leeds! Það er greinilegt að netið er fullt af hættulegu fólki sem vill skipta sér af öðrum en ætti frekar að huga að eigin ranni. Reyndar er þetta helvíti flott sólo þarna í Comfortably Numb sem ég er að hlusta á núna. Gætir þú brennt diskinn fyrir mig?

Jóhanna said...

Ég spilaði fyrri linkinn fyrir hana Snæfríði (þolinmóðu) og sagði henni að þetta væri virkilega spennandi efni sem Nonni vildi að hún hlustaði á. Hún var verulega áhugasöm.
Um mínútu síðar sagði hún "það er ekkert að gerast í þessu lagi", stóð upp og fór.

Jóhanna said...

(Þolinmóðari eyru kunnu hins vegar vel að meta.)