Árið er XXX og er mér minnistætt fyrir að Elvis Prestley lést, reyndar á afmælisdaginn minn! Minni athygli vakti að annar maður með sama afmælisdag og Elvis var á hátindi sköpunar. David Bowie aðstoðaði Igga Pop með Idiot og Lust For Life og gaf sjálfur út Low og Heroes, með aðstoð Brian Eno. Þessar plötur seldust ekki eins vel og fyrri plötur Bowie og sérstaklega var lítill veltuhraði á fyrrnefndu plötunni sem bar nafn með réttu!
Vinsælast á þessum tíma var Leo Sayer, Fleetwood Mac (ágætir), Linda Ronstadt, Bee Gees og Andy Gibb. Það er reyndar ósanngjarnt að gefa í skyn að ekkert merkilegt hafi verið gefið út á þessu ári því Sex Pistols gáfu Never Mind The Bollocks (pönkið að springa út), Stranglerar gáfu út No More Heroes og Talking Heads gáfu út smáskífuna Psycho Killer. Aftur að Bowie, þessar plötur eru í dag klassískar og hafa staðist tímans tönn. Heroes lagið er eitt besta popular music lag sögunnar eins og meðfylgjandi dæmi sýnir. Ég veit ekki hvort þetta verður leikið eftir, svei mér þá :-) Myndbandið er einfalt og elegant í stíl við lagið.
http://www.youtube.com/watch?v=1rrbbAauVhI&mode=related&search=
5 stig fyrir að vita það eftir fyrstu setningu
3 stig fyrir að vita það eftir fyrstu málsgrein
1 stig fyrir að vita það eftir aðra málsgrein
Verðlaun eru kaffi og með því í Brasserí Hrísrimi
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Þessa árs minnist ég aðeins fyrir einn hlut í tónlistinni; en þetta er árið sem við Lóla og Harpa sungum Derí derí kúl hástöfum frammi á gangi í Skarðshlíðinni.
1977
ójá, það var nú meira stuðlagið. Derí kúl
Lóla
Elvis var það heillin... Þarf ekki að segja meira. Derí kúl var ekki komið í minn orðaforða.
Post a Comment