Apagarðarnir slógu í gegn. Krakkarnir voru orðin þaulvön í að festa og losa líflínur og renna sér niður línur á púllíum, klifra upp net, skríða í gegn um rör, fikra sig áfram á köðlum, renna sér á snjóbretti sem hékk í línu og allt þetta í margra metra hæð.
Mömmuhjartað mitt hefði líklega ekki meikað það að horfa á börnin glannast svona, nema af því að ég prófaði þetta sjálf. Ótrúlega gaman, og tvöfalt öryggislínukerfi róaði mömmuhartað nógu mikið til að senda börnin í alls konar háloftafimleika með bros á vör.