Hún Sólveig á mjög annríkt þessa dagana. Það er svo margt sem hún þarf að gera. Á morgnana þarf að kanna öll herbergin á efri hæðinni og endurskipuleggja. Á hverjum degi raðar hún hlutunum eins og henni finnst að þeir eigi að vera, en á hverju kvöldi breyta mamma og pabbi því til baka þannig að hún þarf að byrja upp á nýtt næsta morgun. Sólviegu finnst til dæmis að bílarnir hans Sindra eigi að dreifðir í alla skápa og skúffur á baðinu, sundgleraugu í nærfataskúffu mömmu, verðlaunapeningar Snæfríðar inni í þvottahúsi og svona má lengi telja. En Sólveig tekur þessu af miklu jafnaðargeði og gengur rösklega til verks á hverjum morgni.
Eftir morgunmatinn hefst hún svo handa við að endurskipuleggja neðri hæðina, en þar er það sama sagan, alltaf búið að breyta öllu til baka á hverju kvöldi. Það þarf að setja lítinn kubb ofan í skó í forstofunni, það þarf að sækja hjólahjálm og drösla honum nokkra hringi um stofuna, það þarf að opna alla skápa og skúffur í eldhúsinu og athuga hvort eitthvað megi betur fara í skipulaginu þar.
2 comments:
Hvaðan skyldi blessað barnið hafa þessa skipulagshæfileika ?
Það er óhætt að segja að hún hafi mikla þolinmæði gagnvart þessari afskiptasemi foreldranna.
Post a Comment