27.6.07

Frábærar móttökur í París



Það eru hugrakkir gestgjafar sem bjóðast til þess að taka á móti öllum þessum hópi í mat og í gistingu. Og þvílíkar móttökur hjá Siggu og Michel. Það var stjanað við okkur á allan máta og núna vilja börnin helst bara flytja til Parísar, eru viss um að Sigga myndi skjóta skjólshúsi yfir þau. Móttakan á flugvellinum og leiðsögnin í Parísarumferðinni- létta miðnæturhressingin fyrsta kvöldið, sælkeraveislan næsta kvöld og fordrykkurinn úti í garði með nágrönnunum - klassíski franski morgunverðurinn, og svo endalaus yndislegheit þeirra hjóna. Hvað get ég meira sagt. Alveg frábært! Takk fyrir okkur.

No comments: