
Já, Sólveig er ekkert að slóra. Núna er hún búin að finna upp á nýjum og skemmtilegum leik.
Þegar hún situr á gólfinu hallar hún sér fram og smellir sér upp á 4 fætur. Ruggar sér fram og aftur hissa og ánægð með sig og smellir sér svo niður á magann. Þar veltir hún sér og snýr sér í allar áttir og endar með að komast út af stóra mjúka teppinu sem ég legg hana alltaf á. Og þá byrjar stuðið.
Þegar hún er laus af þessu leiðinda teppi byrjar hún að gera ótal armbeygjur og snúninga. Og er komin á fleygiferð.... eða svona eins og 5 mánaða ungbörn geta verið á fleygiferð. Allavega er það þannig að ég get ekki lengur treyst því að finna hana aftur á sama stað og ég lagði hana niður á. Eini gallinn við þetta er að hún kann bara að bakka. Armbeygjurnar óteljandi færa hana alltaf lengra og lengra frá dótinu sem hún er að reyna að ná í, og það finnst henni frekar pirrandi.
5 comments:
Prufa komment
Kommentadæmið alltsaman komið í lag. Takk fyrir að benda mér á þetta Guðrún og Sóley.
Lóla
Flott stelpa
Það er greinilega hægt að fara að kommmenta aftur á fréttir frá ykkur. Þetta eru svakalega flottar myndir sem eru komnar inn á síðuna og greinilegt að ég sé Sólveigu Emblu alls ekki nógu oft.
Kveðja, Guðrún
P.S. Ég er líka þessi anonymous hérna fyrir ofan.
Hæ hæ Lóla og fjölskylda,
Gaman að lesa bloggið ykkar og skoða myndir af fjölskyldunni. Þetta eru ekkert smá myndarleg börn sem þið eigið. Það er gaman að hitta þig og Sólveigu Emblu í mömmuhittingnum og við Sigrún Björk hlökkum til að hitta ykkur í næstu viku. Einnig yrði gaman ef stelpurnar í gamla Glerárskóla-bekknum næðu að hittast. kveðja Elva Dröfn.
Post a Comment