
Hverjir hafa mestan áhuga á spiderman?
Jú, litlir strákar. Svona þriggja, fjögurra ára og upp í svona níu til tíu ára. Þeir yngstu vilja helst af öllu vera í spæderman alklæðnaði upp á hvern einasta dag og leika sér í spæderman leikjum daginn út og inn. Svo minnkar æðið ár frá ári smám saman og spæderman merktu flíkunum í fataskápnum fækkar og spæderman dót og leikir þykja alltof barnalegir.
Þegar nýjasta spæderman myndin kemur í bíó er ótrúlegur spenningur í smástrákahópnum. Vinsælasta ofurhetjan í nýrri bíómynd, og þeir ætla sko allir að fara.
En hvað? Myndin er bönnuð innan 10 ára! Semsagt allir mega fara að sjá myndina sem eru vaxnir upp úr spædermanæðinu. Allir áhugasömustu áhorfendurnir, allt frá litlu búningaklæddu ofurhetjudrengjunum upp að nýlæsum áskrifendum spædermanteiknimyndablaðsins verða að sitja heima. Hver er eiginlega pælingin með þessu? Er ekki eitthvað orðið bogið við kvikmyndaiðnaðinn þegar barnahetjumyndirnar eru orðnar svo ljótar að það þarf að banna þær börnum?