


Snæfríður og Helga eru búnar að vera duglegar að æfa fimleika í vetur og núna á eftir verður vorsýningin. Það er mikil tilhlökkun í gangi, þær fengu að hjálpa til við að baka og skreyta köku (T-8 er kökuskreytingarþemað, en það er semsagt nafnið á hópnum þeirra) sem á að bjóða uppá eftir sýninguna og svo eru þær búnar að skoppa hér um í handahlaupum, brúum, splittum og spíkötum.
1 comment:
Glæsilegar fimleikadísir
Post a Comment