23.5.07

Ahhh



Sólveig kunni vel að meta pakkana sem hún fékk í tilefni fyrsta afmælis síns. Hún fékk góða aðstoð frá systkinum sínum við að rífa utanaf þeim og hafði ekki minna gaman af bréfinu og pakkaböndunum heldur en innihaldinu sjálfu. Þegar hún fékk svo þennan stóra pakka þá þurfti hún aðeins að leggja sig, og segja ahhhh. Greinilega voða notalegt að leggja sig ofan á stórum afmælispakka.

En þetta var nú bara rétt upphitun, því von er á meira pakkaflóði um næstu helgi þegar verða hátíðarhöld í tilefni eins árs afmælis litlu dekurrófunnar.

No comments: