Hlutur kvenna á framboðslista sjálfstæðismanna er ekki eins og það gerist best. En sjálfsstæðismenn deyja ekki ráðalausir. Í miðri uppsveiflu fyrir kosningar hafa sjálfsstæðiskallarnir greinilega komist í nánara samband við sitt kvenlega sjálf. Sitt varalitaða kvenlega sjálf.
Það eru stórkostlegir kosningabæklingar sem sjálfstæðismenn dreifa nú í kring um sig. Hópmynd af varalituðum sjálfsstæðismönnum og konum. Geir H. Haarde með sitt breiða bros - bætum við bleikum varalit og hann lítur út eins og The Joker úr batmanmyndunum. Gulli Þór - með meik, kinnalit og fallegan varalit ber höfuðið hátt eins og stolt dragdrottning. Og Pétur H. Blöndal - aldei hefði mig grunað að rauður varalitur gæti gert hann svona kvenlegan, eins og gömul varalituð frænka. Björn Bjarna er sjálfum sér líkur með daufbleikan gloss, Illugi örlítið djarfari og hommalegri með sinn babybleika lit. Sigurður Kári er sá eini sem ekki verður kvenlegur. Hann lítur út fyrir að vera nýbúinn í svaka keleríi - með varalit klíndan út á kinnar. Spurning bara hvern af varalituðum frambjóðendunum hann kelaði við.
Áhugasömum er bent á fylgibækling með mogganum í dag og kosningaskrifstofu sjálfsstæðismanna.
Já, loksins lifnar eitthvað yfir þessari leiðinlegu kosningabaráttu. Nú er bara að sjá með hverju hinir flokkarnir svara.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment