5.6.07

Á undan áætlun...


... er hugtak sem ekki er til í íslenskri framkvæmda- og iðnaðarmanna orðabók.

Hins vegar virðist þetta vel þekktur frasi í danmörku, hefur líklega borist þangað með Germönskum mönnum.

Danirnir ætla að afhenda sumarbústaðinn tveimur MÁNUÐUM á "undan áætlun", semsagt í sumar, en ekki seint í haust. Hér er allt á full swing við alls konar undirbúning, að redda byggingarleyfi, setja út húsið, fá menn í að grafa grunn, steypa grunn, leggja lagnir ofl í tæka tíð þannig að við getum tekið á móti húsinu.

Í íslenskri orðabók er sem betur fer mjög vel þekkt orðasamband "þetta reddast". Frasinn fyrirfinnst ekki í danskri orðabók, en það er líka allt í lagi.

3 comments:

Anonymous said...

Það finnst bara víst og er mikið notað í minni vinnu. "Det skal nok gå".
R.

Anonymous said...

En við erum heldur aldrei á undan áætlun.
R.

Anonymous said...

Til hamingju með þetta.
Nú vonum við bara að grunnurinn verði tilbúinn á réttum tíma, en ég hef frétt að smiðurinn sé að leika sér í USA.
Bendi hinsvegar á að JÁVERK skilaði leikskóla á Selfossi 6 vikum fyrir tímann síðasta sumar....
Þeir sem vilja fræðast meira um þennan frábæra verktaka geta farið á www.javerk.is