Jæja, þá er ballið byrjað.
Danirnir Lars og Peter mættu á svæðið í dag, mældu grunninn fram og aftur, merktu og skoðuðu og kváðu svo upp þann dóm að þetta væri bara allt í fínasta lagi, allt eins og það á að vera. Hjúkk og takk Þórbergur!
Svo mætti Maggi kranastjóri frá JÁverki, sá er nú röskur og duglegur. Það þurfti að byrja á að hífa alls konar dót út úr gáminum og að lokum fundust húsveggirnir - alveg innst inni. Um hádegið voru þeir byrjaðir að hífa veggina á sinn stað, skrúfa og festa. Ótrúlega flott að sjá þetta gerast. Ég er mjög spennt að sjá þetta á morgun, þá ættu allir veggirnir að vera komnir á sinn stað.
No comments:
Post a Comment