Það er gaman að fylgjast með húsinu rísa, ótrúlegt að á degi 2 séu allir útveggir komnir á sinn stað og allar sperrur í þakinu. Það er samt margt eftir að gera, festa hitt og þetta, plasta, einangra, setja þak, leggja raflagnir og pípulagnir, og svo auðvitað innveggir, gólf og allt það. En, so far, so good.
Allt gengur ljómandi. Druslan komin úr viðgerð, þetta var ekki tímareimin heldur ónýtur vatnskassi, hjúkk? og danirnir aftur komnir á bíl frá okkur. Annar gámurinn tómur og farinn burt, hinn gámurinn kominn að húsinu, danirnir voða lukkulegir með það. Neita samt að borða hangikjöt og já bara allt lambakjöt yfirhöfuð. Vilja ekki sjá rúgbrauð eða neitt gróft - bara franskbrauð. Voða hrifnir af skyri og "sodavand" sem er reyndar ekki sódavatn heldur gos. Furðulegt! Ef danir vilja sódavatn biðja þeir um "dansk vand", venjulegt vatn er "isvand" og gos heitir "sodavand". Kannski ekki skrýtið hjá þjóð sem liggur á sænginni sinni og breiðir dýnuna ofan á sig.
Lars og Peter að vinna í barnaherberginu. Þarna uppi verður lítið háaloft.
Snæfríður við stofugluggann
Stelpurnar að spóka sig í eldhúsinu.
2 comments:
Gamað að sjá hvað þetta gengur vel hjá ykkur, annað en hjá sumum... Ég skal að alveg kaupa eitthvað byggingar dót á tombóluverði;)
kv Jobbi
Frábært. Enn er til svolítið af steypustyrktarjárnum og einangrunarplasti á tombóluverði - gegn því að vera sótt, en ég býð upp á kaffiveitingar og "grand tour" um bústaðinn í staðinn ;-)
Svo eignaðist ég aðra loftpressu í gær, nema þessi er örlítið minni. Núna á ég tvær loftpressur. Mikil hamingja ;-) Og að sjálfsögðu til sölu.
Post a Comment