Gott að frétta af bústaðarbyggingum. Fyrir utan endalaust vesen með loftpressur - núna þurfti þessi nýja að bila, með tilheyrandi skutli, reddingum og bykoferðum. Eftir árangurslausa leit á leigumörkuðum að lausri pressu sem ekki tekur mikið rafmagn, endaði ég með að kaupa nýja og byko tók þá gömlu í viðgerð. Ég er eiginlega alveg hætt að hafa húmor fyrir þessum verkfærakaupum mínum.
Raflagnir í loft og útveggi komnar og verið að klára seinna lagið af einangrun.
Byrjað á að setja klæðninguna í loftið.
Ennþá verið að vinna við þakið, þakrennur og það allt.
Næst á dagskrá er að koma innveggjunum á sinn stað, og svo þarf að fá rafvirkjana aftur til að klára raflagnir í þeim. Eini gallinn er að rafmagnsmaður einn fór til eyja með 7L af göróttum drykk og óvíst um hvenær hann kemur aftur til vinnu. Kannski á þriðjudag - líklega á miðvikudag. Lars og Peter líst ekkert á þetta og eru hræddir um að verða verkefnalausir strandaglópar á eyjunni bláu.....
Sólveig er hamingjusöm að skottast í kringum mig í bústaðarferðunum. Er orðin mjög dugleg að tína upp í sig ber, en hérna er hún reyndar að smakka á moldinni - ekki alveg jafn bragðgott.
No comments:
Post a Comment