Í dag fórum við í Byko, eins og oft áður, Byko er orðið okkar annað heimili. En í dag fékk Sindri að velja sér hamar og einn pakka af nöglum. Ég held að fáar gjafir hafi veitt honum jafn mikla gleði (fyrir utan kannski eftirlíkinguna af effelturninum sem hann fékk þegar hann var 3ja ára í París - hann þurfti að sofa með hann uppí í marga mánuði á eftir).
En jæja, Sindri hefur varla skilið hamarinn við sig í allan dag. Og hann er búinn að smíða og smíða, enda nóg af afgangstimbri í kring um bústaðinn. Ekki skortir metnaðinn, fyrst á dagskrá er vinnuborð - til að smíða við. Svo er hann byrjaður að leggja drög að sófa. Auk þess á hann myndarlegt vopnabúr, smíðar byssur og riffla á færibandi.
No comments:
Post a Comment