Sindri á fótboltamóti um helgina. Stór 7 ára drengur.
Sindri á fótboltamóti fyrir ári síðan. Lítill 6 ára drengur.
Já, hann Sindri okkar er orðinn 7 ára gamall. Og þvílíkt sem drengurinn hefur stækkað á einu ári, mér finnst ég hafi alltaf verið að kaupa á hann nýjar buxur, svo rétt snéri ég mér við og þá voru þær komnar upp á miðja kálfa á drengnum, og við aftur út í búð að kaupa buxur.
En Sindri hefur gert fleira á þessu ári heldur en að vaxa upp úr buxum. Þetta er árið sem hann byrjaði í skóla, fór að æfa fótbolta af krafti, eignaðist góða vini í bekknum sínum, Sverri og Bjarka, lærði að renna sér á snjóbretti, fór einn til Akureyrar í viku, tók þátt í fyrsta skákmótinu sínu og margt fleira.
Sindri er mikill dundari og bílaáhugamaður - getur leikið sér tímunum saman með bílana sína eða kubba. Teiknar ótrúlega flottar myndir og hjólar og hjólar út um allt. Sindri elskar allar framkvæmdir, hvort sem það heitir að smíða, gróðursetja, slá lóðina, skúra gólf, þrífa bílana, skrúfa saman húsgögn, fara út að ganga með hunda, allt þetta er fyrsta flokks skemmtun fyrir Sindra - bara ef hann fær að taka þátt.
Sindri þakkar fyrir góðar gjafir og góða gesti...
No comments:
Post a Comment