7.8.07

Dagur 15



Núna er mikið að gerast í bústaðnum okkar á Torfastaðaheiðinni, enda fóru danirnir ekki á neina útihátíð um helgina, heldur "bara vinna, vinna!" eins og Lars orðar það svo vel.

En núna erum við komin með innveggi og þar með alls konar herbergi í húsið, mjög flott.
Háaloftið er samt ekki komið upp.
Búið að klæða loftið og búið að leggja rörið fyrir kamínuna.
Elhúsinnrétting byrjuð að fæðast. Við erum samt ekki svona svakalega "sixtís" eins og túrkísbláa innréttingin bendir til. Þetta er hlífðarplast.




Ekki hefur enn spurst til rafvirkjans síðan hann fór til eyja. Vonandi skolar honum á land fljótlega því danirnir eru orðnir "nett" pirraðir á þessu rafvirkjaleysi, þótt það séu ekki margir virkir dagar síðan hann fór. Og þeir eiga mörg miður falleg orð um vinnukúltúr íslendinga. Já og drykkjukúltúr. Þeim finnst miklu kúltiveraðra að gera þetta eins og danskurinn og drekka bara í vinnunni ;-)

No comments: