
.... ekki allt slæmt við þessi gróðurhúsaáhrif....
En, já, ég er byrjuð aftur að blogga, eftir stutt hlé. Mér sýndist að það væri hvortsemer enginn að lesa, aldrei neinn sem kommentar. En svo fóru mér að berast kvartanir yfir þessu bloggleysi og þá kom í ljós að það eru bara þónokkrir sem kíkja hingað inn. Það gleður mitt gamla hjarta :-)
En það gleður mitt gamla hjarta jafnvel enn meira ef þið, öðru hvoru, ýtið á þar sem stendur "comments" hér fyrir neðan, og er með mynd af blýanti við hliðina. Þar getið þið skrifað hæ eða eitthvað annað að eigin vali. Það er auðveldast fyrir ykkur að velja "other" valmöguleikann til að kvitta fyrir ykkur :-)
Svo er ég búin að setja skemmtilega linka hér við hliðina. Einn ef þú vilt bjarga umhverfinu, annan ef þú vilt bjarga hungruðum heimi. Þriðji linkurinn er fyrir þá sem vilja skoða dönsk sumarhús og sá fjórði fyrir þá sem vilja vita eitthvað um tónlist.
Góðar stundir
5 comments:
Hæ Lóla og fjölskylda
Já dönsku sumarhúsin hljóma vel, var einmitt í einu slíku sl sumar og hafði það rosalega gott.... :)
Þú ert skemmtilegur penni!! eins og alltaf...
Bestu kveðjur að norðan.
ps er að fylgjast með einni á göngubretti, verð að rjúka....
Heiða
Blessuð og sæl kæra familí. Þú ert nú ekki svo gömul Lóla mín að þú sért farin að lykta. Verður bara að skella þér norður og fylla lungun af norðlensku lofti. Hún litla Sólveig er yndisleg og myndirnar algjört æði. Dálítið brjóstumkennanleg samt með hornös greyið litla. Bið að heilsa ykkur öllum.
p.s. Við ættum að stefna að því að taka sumarbústað á leigu einhversstaðar í grennd við Holtavörðuheiði, þar erum við jú vanar að hittast. Bestu kveðjur Sóley
Haltu endilega áfram að blogga,eins og þú veist þá skoða ég síðuna ykkar alltaf öðru hverju þó að ég nenni ekki að "commenta".
Það er orðið alltof langt síðan ég sá ykkur en myndir og annað á síðunni eru til bóta hvað það varðar. Vona að heilsufarið haldi áfram að batna.
ÞGS
Vissi ekki að maður ætti að kommentera en kíki hingað öðru hvoru.
Ef þetta er þróunin... þá styð ég heilshugar global warming.
Post a Comment