17.11.06

Ammæli

Það er sko ekki af neinu smá tilefni sem ofurgrúppan Sykurmolarnir ákváðu að koma saman aftur. Það dugði ekkert minna til en 9 ára afmæli Snæfríðar minnar. Enda ekkert smá tilefni. Snæfríður er búin að hlakka til í heilt ár!

Snæfríður vaknaði eldsnemma í morgun og opnaði nokkra pakka sem hún var búin að fá. Gjafirnar pössuðu merkilega vel saman, flíspeysa, flísbuxur og regnjakki og svo smá galdrastelpudót og bók. Hún skoppaði kát og glöð í skólann í morgun, í nýju fötunum og með boðskort í skólatöskunni handa öllum bekknum (úff það verður líklega fjör).

Svo eftir skólann förum við í bæinn og Snæfríður fær göt í eyrun og eyrnalokka.

Já, stóra stelpan mín er orðin 9 ára gömul.

No comments: