23.11.06

Fjörkalfar



Snæfríður bauð öllum bekknum sínum í afmælisveislu á mánudaginn. Þetta er glaðlegur, kraftmikill og fjörugur hópur. Afmælisfagnaðurinn fór vel fram, kökuát, leikir og pizzuát og hefðbundin afmælisstörf. Þótt allt hafi gengið vel og vandræðalaust og börnin verið glöð og kurteis, þá vorum við Einar dauðuppgefin eftir þetta tveggja tíma húllumhæ. Hvernig í ósköpunum fara kennarar að því að halda út heilan dag, dag eftir dag, við að hafa stjórn á svona hópi.

Í veislunni var farið í fataleik, við mikla kátínu krakkanna eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

No comments: