Við Sindri mættum niður á læknastöð í morgun, það átti að stinga á hljóðhimnum og spúla út slím og drullu úr eyrunum á honum. Hann er búinn að ganga um með vökva og slím í eyrum í allan vetur og ekki hægt að leggja þetta á hann lengur. Sindri stóð sig eins og hetja, þurfti að vísu að bíða lengi á biðstofunni en það stytti biðina að sjá uppáhalds poppstjörnuna sína koma með barnið sitt í röraaðgerð á sama tíma og við biðum þarna. Happadagur hjá Sindra.
Svo kallaði svæfingarlæknirinn á okkur og fór yfir helstu atriði fyrir svæfinguna. Sindri kom sér fyrir á skurðarborðinu, alveg sallarólegur. Næst kom Stefán eyrnalæknir, hress að vanda og kíkti í eyrun á Sindra. Að því loknu sagði hann okkur að við mættum fara heim því hann myndi ekkert gera við eyrun á þessum strák. Já þetta kom skemmtilega á óvart. Vinstra eyrað var orðið alveg eins gott og það getur orðið og hægra eyrað leit eins vel út og hægt er með þessu gati á hljóðhimnunni sem ekki grær. Já, algjör happadagur hjá honum Sindra :-)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment