17.11.06

Fyrsta grautarskeiðin


Mmmmmmmm....... Sólveig er farin að kunna vel að meta grautinn sinn. Við byrjuðum að gefa henni graut fyrir rúmri viku og fer hann ljómandi vel í maga. Grauturinn sem hún fær er lífrænt ræktaður glútein- sykur- og mjólkurlaus grautur úr Millet korntegund og svo er hún nýbyrjuð að fá sykur- og mjólkurlausan lífrænt ræktaðan graut úr haframjöli. Já, usss, ekki kalla hana samt Sollu grænu ;-)

Sólveig er mjög áhugasöm um matmálstíma, smjattar og brosir þegar hún fær grautinn sinn. Og nú getur Einar líka gert gagn þegar hungrið sverfur að, hingað til hefur Sólveig harðneitað að þiggja neitt úr pela eða þvíumlíkum platapparötum. Það var því gaman að fylgjast með þeim feðginum um helgina þegar Sólveig rak á eftir pabba sínum í grautarmokstrinum.

Núna síðustu daga hefur hún líka tekið stórstíga framförum í því að drekka vatn úr stútkönnu, finnst samt miklu skemmtilegra að hrista hana, hvolfa henni og henda henni á gólfið heldur en að drekka úr henni.

No comments: