Já, Hrísrimafjölskyldan er búin í allsherjar makeover, komin með stíliserað útlit.
Bloggið er blátt einsog húsið okkar er blátt, einsog Volvóinn okkar er blár, eins og uppáhaldslitur Snæfríðar er blár, einsog uppáhaldslitur Einars er blár,einsog uppáhaldslitur Sindra er blár, einsog barnavagninn hennar Sólveigar er blár, einsog hafið við Bretagneskagann er blátt, einsog himininn ofan við Torfastaði er blár. Og eins og augu Einars, Snæfríðar, Sindra og Sólveigar eru blá, blá, blá og blá.
Og bloggið er pínulítið grænt, einsog augun mín eru græn, einsog grasið í garðinum er grænt, einsog fjölskyldan er græn.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Útfrá þessu, þá er ég að reyna að átta mig á hvort þið kjósið X-D eða X-B !!
já, þú meinar það Nonni.
Hmmm... út frá því er Einar bláskjár sjálfsstæðismaður og Lóla græneygða er framsóknarmaddamma.
Þetta skýrir líka af hverju svona margir kjósa sjálfsstæðismenn, það eru jú svo margir bláeygðir.
Núna getur Gallúpp bara hætt þessum könnunum og Kári bara reiknað þetta út fyrir okkur í staðinn. ... við þurfum ekki einusinni kosningar!
Post a Comment