
Mamma - Þýðir mamma, en einnig sjáðu, komdu, ég vil og ýmislegt fleira.
Baba - Þýðir pabbi
Dædæ eða dædíuh - þýðir Snæfríður
Diddi - Þýðir Sindri
tssss - þýðir kis kis og er mikið notað þegar nágrannakötturinn Skuggi er nálægt.
tsss aaaá aaaa - Þýðir kis kis mjáá, vera aaa við kisa.
tsss buuuu - kettir, hundar og allir þessir ferfætlingar baula hátt og snjallt.
mamm-mamm - er yfirleitt sagt af mikilli innlifun við matarborðið og þýðir namm namm.
datt - þýðir datt og líka þegar hlutum er hjálpað við að komast niður á gólf.
ahhhh - er mikið notað og þýðir að lúra eða hafa notalegt. Alls staðar sem Sólveig kemur sér notalega fyrir dæsir hún af mikilli innlifun ahhhh.
2 comments:
Þetta er orðinn nokkuð góður orðaforði hjá þeirri stuttu.
Spurning hvort hún bætir ekki einhverjum frönskum frösum við í júní ??
N.
Já - það víst er ekki seinna vænna að fara að kenna Sólveigu Emblu einhver erlend tungumál - þetta eru bara kröfurnar sem gerðar eru í dag til nútímabarna.
T.d. talaði Þórdís japönsku af mikilli innlifun á þessum aldri - muniði eftir því ?
Post a Comment