Það er komið fullt af berjum á Torfastaðaheiðinni, bæði bláber og krækiber, sum alveg fullþroskuð og svo grænjaxlar innanum. Snæfríður var stórtæk í berjatínslunni og Sólveig naut góðs af, namm namm sönglaði hún á berjaþúfu.
Á Torfastaðaheiðinni, rétt fyrir ofan bústaðinn okkar eru gamlar tóftir. Hér situr Sólveig undir einum veggnum, með bústaðinn okkar í baksýn. Við höldum að þarna hafi staðið bærinn Torfastaðakot í gamla daga, en við eigum eftir að komast betur að þessu.
1 comment:
Óvenjulegt að heyra ekki af neinum vandræðum eða stressgangi nema ef það skyldi vera sérviska dana með mat. Flottur gangur hjá mönnum sem ekki borða lambakjöt. Hlakka til að sjá þetta á föstudag eða svo.
GHJ
Post a Comment