18.7.07

Hús!






Ó vá, hvað ótrúlega nauma tímaplanið okkar er að ganga vel upp. Þórbergur kom frá ameríku og byrjaði að slá upp fyrir grunninum fyrir 15 dögum. Og í dag þegar ég fór austur var verið að leggja lokahönd á verkið áður en platan verður steypt á morgun, og þá má segja að grunnurinn sé tilbúinn! Danirnir voru vantrúaðir á að við myndum ná þessu, við vorum stressuð, en vó! þetta hafðist, og innan tímamarka meiraðsegja. Þórbergur er búinn að vera ótrúlega duglegur og gerir þetta mjög vel, hann á heiður skilinn fyrir þetta. Allir iðnaðarmennirnir hafa komið á réttum tíma, múrari, pípari, byggingaeftirlitsmaður og já, ekki gleyma honum Grími grafara sem hefur keyrt efni í þetta fyrir okkur af mikilli snilld á réttum tíma.

Nú er allt á fullum snúningi við að redda hinu og þessu áður en við sækjum dönsku smiðina út á flugvöll á sunnudaginn. Það er í mörg horn að líta og margt sem þarf að redda. Á mánudaginn verður byrjað að reisa húsið og eftir rúma viku get ég vonandi sett inn mynd af húsi með veggjum og þaki - ef allt gengur áfram eftir áætlun. Krossum putta fyrir áframhaldandi gott gengi.

1 comment:

Anonymous said...

Þið eruð góð að skipuleggja og eruð heppin með veður og iðnaðarmenn. Hlakka til að koma í reisugillið...