6.12.06

6 mánaða og einnar viku gömul byrjuð að skríða!


Já, ég veit, old news. Ég hef bara ekki undan að skrifa um helstu afrek Sólveigar Emblu. Hún dreif sig þarna upp á 4 fætur um 5 mánaða aldurinn og hefur síðan þá verið að dunda sér við að læara að setjast upp og byrja að skríða. Hún skríður samt ekki alveg fullkomið fjórfótaskrið, heldur það sem er kallað parkettskrið - svona hálfsitjandi og hálfskríðandi. Og nú er sko fjör hjá stuttu. Hún skríður hér um öll gólf og er bara nokkuð fljót í förum og finnst mesta sportið að elta systkini sín. Þá skríkir hún og hlær.

Hún er líka orðin verulega handóð. Dúkurinn á sófaborðinu hefur fengið flugferð á gólfið, geisladiskarnir líka og hvar sem liggja bækur og blöð innan seilingar, kemur lítil skotta á fullu skriði og rífur og tætir og nagar og slefar. Hún er líka búin að læra að opna neðstu eldhússkúffurnar og dundar sér við að klemma á sér litlu puttana í þeim. Mér sýnist að ég eigi nóg verk fyrir höndum í að gera heimilið barnhelt. Við erum alveg dottin úr æfingu með þetta.

No comments: