23.12.06

Jolakveðja fra Hrisrimafjölskyldunni

Við sendum ykkur okkar bestu Jólakveðjur með stuttri sögu frá Dr. Gunna:

Enn átti ég eftir að kaupa nokkra pakka. Ég hætti mér því í Smáralind og taldi mig hafa valið tímann vel: um kvöldmat á virkum degi. Hélt að ég slyppi við mestu jólageðveikina, en nei nei. Hún skall á mér um leið og ég steig inn. Fólk með poka og aftur poka vafrandi um með eld í augum og froðu í munnvikinu. Yfir öllu, eins og bumbuslagari í galeiðu, söng svo mest óþolandi jólalag í heimi: Jól alla daga. Svona er þá í helvíti, hugsaði ég og íhugaði að hlaupa öskrandi út. Dró svo djúpt andann og setti undir mig hausinn.

Hinn mæti Eiríkur Hauksson syngur jólalagið óþolandi, en glysrokkarinn Roy Wood og hljómsveit hans Wizzard gerðu fyrst allt vitlaust með því árið 1973. Lagið er sjúklega hresst og allar klisjur jólalaganna renna saman í því, frá hreindýrabjöllunum til barnakórsins. Textinn er punkturinn yfir i-i brjálæðisins. Eiríkur dregur á sannfærandi hátt upp martraðarkennda hugaróra fársjúks manns sem lætur sig dreyma um endalaus jól: "Já, ég vildi að alla daga væru jól, þá gætu allir dansað og sungið jólalag," æpir hann og maður heyrir hvernig æðarnar í augunum á honum stækka.

Alltaf svona?! Neeeeiiiii!!! Einu sinni á ári er bara alveg nóg – algjörlega passlegt!

No comments: