
Hér er búið að vera mikið fjör síðustu vikur og mikill gestagangur, norðanfólk búið að vera duglegt að heimsækja okkur. Við höfum alltaf jafn gaman af því að fá gesti, Maja, Travis og Úlfur, amma íja, amma Þóra og afi Gunnar komu öll að norðan, þó ekki alveg öll á sama tíma, og glöddu okkur með nærveru sinni. Og til að gleðja okkur enn meira lánaði Guðrún systir mér börnin sín þrjú eina nóttina til að gulltryggja að það yrði sofið í hverju horni í húsinu. Og allir sváfu vel og vært (nema systurnar á loftlausu vindsænginni) og ekki laust við að það sé hálftómlegt hérna í Hrísrimanum núna þegar engir næturgestir eru.
1 comment:
ójú, systurnar á loftlausu dýnunni steinsváfu alla nóttina og könnuðust ekkert við loftleysið þegar Mamma var að ræða það við þær um morguninn.
Takk fyrir gistingua Lóla mín.
Post a Comment