
Sólveig er búin að kenna foreldrum sínum alls konar kúnstir. Já, þótt þau gömlu séu stundum dálítið treg, þá er alveg hægt að temja þau. Nýjasta sirkustrixið er þannig að Sólveig lyftir upp báðum höndum og horfir í kring um sig og þá brestur gamla settið í allsherjar fagnaðarlæti og klappa, lyfta höndum hátt yfir höfuð og segja krúttlegri röddu" já! ertu svooona stóóór! "
Sólveigu finnst þetta skemmtilegt trix og alltaf þegar hana langar í aðdáun og fagnaðarlæti þá lyftir hún upp höndum og það bregst ekki, þau gömlu eru vel tamin.
No comments:
Post a Comment