Fjórði bekkur bé í Rimaskóla lék helgileik í dag. Helstu persónur voru María Mey, Jósef, engill drottins, vitringar og englakór.
Hálftíma fyrir frumsýningu voru allir komnir í búninga og tilbúnir á svið, en þá kom í ljós að engill drottins gat ekki með nokkru móti munað hvað hann átti að segja. Kannski engin furða, þetta var löng runa af alls konar bilbíufrösum um mikinn fögnuð - öllum lýðnum- boða yður - velþóknun á- frelsari fæddur og eitthvað fleira í þeim dúr. Já og -verið óhræddir.
"Ég kann þetta". Sagði Snæfríður, sem var í englakórnum. Hún lærði þetta óvart á æfingum, fattaði alltí einu í miðri Kringluferð með mömmu sinni í gær að hún kunni allan frasann sem engill drottins átti að fara með. Hún var því dubbuð upp í gervi engils drottins í snatri. Og þá mundi hún að hana langaði ekkert sérstaklega til að leika svona stórt hlutverk.
Hjartað hamaðist og fiðrildi flugu í maganum, en uppá svið fór Snæfríður, brosandi og kúl á því. Fór með línurnar sínar með glæsibrag. Engill drottins alveg fram í fingurgóma. Brosti út að eyrum þegar það var frá, og söng hátt og snjallt með englakórnum allt til enda. Og ég var að rifna úr stolti úti í sal, myndavélarlaus.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Til hamingju með þetta Snæfríður litli engill. Þú ert svo frábær!!!
Sindri og Sólveig auðvitað líka. Öll jafn dugleg og flott systkini.
Gaman að lesa bloggið þitt Lóla..haltu endilega áfram. Ég kíki reglulega við.
Maya
Ég efast ekki um að Snæfríður hefur staðið sig með sóma í engilshlutverkinu. Mér finnst þetta samt verulega fyndið.
ÞGS
Post a Comment